Veiðisögurnar hans Bubba Morthens - nýja bókin

scan0003

 

Nýlega var mér gefin bókin hans Bubba Morthens með langa bókartitlinum : Að kasta flugu í straumvatn er að tala við Guð.  Þegar ég heyrði fyrst af þessari bók þá skellti ég í góminn, hvernig ætli kappinn sé á ritvellinum ?  Nú, eftir að ég eignaðist bókina, lagðist ég yfir hana og ég verð að segja að hún kemur á óvart.  Þá er rétt að taka fram að ég er með ólæknandi veiðidellu líkt og höfundurinn. 

Bókin er mjög skemmtileg, stuttar sögur með ljóðrænum texta; nákvæmlega eins og mér finnst að það eigi að vera.  Það er nefnilega ljóðrænt að vera að veiða við ár eða vötn í okkar blessaða landi.  Ég hef orðað það þannig að verða drukkinn af landinu.  Þetta er held ég líka að sé  upplifun Bubba Morthens, á hans hátt.  Þetta eru fallegar náttúru upplifanir og skemmtilegar sögur af fólki og veiðifélögum höfundar. 

Fyrir þá sem enn halda að veiðimennska sé bara ómerkilegt dráp þá ætti þessi bók að opna augun fyrir því gagnstæða.  Ég held að bókin skilji ekki við neinn ósnortinn og hreint út sagt er hún yndisleg.  Það er því við hæfi að óska Bubba til hamingju með þessa bók.  Það er aðeins ein saga í þessari bók sem mér finnst ekki ríma í þessum ljóðræna stíl.  Silja Aðalsteinsdóttir er ritstjóri bókarinnar og er það trúleg styrkur verksins að hún er þar með.

Ég vil hvetja Bubba Morthens til að skrifa meira í þessum stíl, fleiri veiðibækur.  Eftir að ég hafði lesið bókina var ég með heitstrengingar, um að hnýta mikið af flugum og nota veturinn betur til að vera undirbúin fyrir næsta sumar.  Af þessu leiðir að bókin hefur virkað á mig.  Þá vil ég ráðleggja þeim sem lesa bókina, af minni reynslu að lesa svona tvær sögur í einu.  Þetta er eins og eiga konfektkassa og fá sér einn og einn mola til þess að hann endist lengur.

Bókin er að ég held mjög góð gjöf hvort tilefnið eru jól, afmælisdagur eða annað til að gleðja aðra.  Hún einfaldlega er áfram í huganum og lofar komandi veiðisumar.  Náttúrulýsingar og einlægni er styrkur bókarinnar og ef einhver hefur ást á viðfangsefninu þá er það hin eini sanni Bubbi Morthens.  Til hamingju með bókina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég gat nú ekki séð Bubba fyrir mér í þessum geira...gaman að þetta skildi takast svona vel

Rúna Guðfinnsdóttir, 26.11.2007 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband