Heimild til að rífa Laugaveg 4 - 6 dökkur dagur

 HPIM1381

Enn á að fara að rífa hús við Laugaveginn.  Nú er búið að leifa að rífa tvö hús til viðbótar númer fjögur til sex.  Það er eins og samtíminn sé skyni skroppinn á mikilvægi þess að varðveita götumyndina alla.  Heildarmynd þeirra húsa sem standa við götuna með þeim breytingum sem hafa verið gerðar á liðnum áratugum.  Mikilvægi felst í heildar myndinni.  Ósamstæðum húsum og hálfgerðri óreglu, en í því er sjarminn ef svo má að orði komast.  Ég hef áður skrifað pistla um miðbæinn á blogginu mínu og bæti hér enn um.  Húsin áðurnefndu eru nokkuð úr takti við samtímann, en glerhöll eða hótelbygging á þessum stað er jafn fjarstæðukennd.   Með því að breyta Laugaveginum í eins konar ,, Smáralindar verslunargötu" glatast menningarverðmæti og saga þróunar borgarinnar hvað varðar byggingarsögu.  Húsin má nýta á margs konar hátt.  Kaffihús, arkitektastofur, hárgreiðslustofur, litlar smávöruverslanir o.s.f.v..

 

Helst hefur skort á þá mynd í sambandi við umræðuna um varðveislu húsanna við Laugaveginn að sjá öll húsin sem eina heildstæða götumynd.  Götumyndin er ekki þannig, en þessi kaótíska mynd er heillandi og veður með tímanum verðmæt vegna þessa. 

Magnús Skúlason forstöðumaður húsafriðunarnefndar í sjónvarpsviðtali á RÚV talaði um græðgisvæðingu   http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4338138/4   ( krækjan er orðin óvirk hjá RÚV ).  Þar sem menn keppast við að kaupa upp lóðir í miðbænum til að byggja á ný og stærri hús, sem í mörgum tilfellum mynda skugga á götuna vegna hæðar húsanna.

HPIM1386

Það er gersamlega ofvaxið mínu skilningi af hverju þarf að vera að rífa endalaust þessi gömlu hús eða flytja þau á burt, það er nægjanlegt byggingarland ( á Íslandi ) til að byggja ný og glæsileg hús úr gleri og steinsteypu, byggt inn í nútímaskipulag.  Látum Laugaveginn vera eins og hann er nú. 

 

Ég tel að borgin verði að koma að því að skapa viðunandi rekstarskilyrði í þessum húsum með styrkjum við Laugaveginn.  Styrkirnir geta verið í formi hlutafé eða óafturkræfir.  Þannig væri hægt að laða að rekstur sem annars fer annað, þar sem rekstrarskilyrðin væru betri ( vegna húsakost ).

 

Með tíð og tíma vinnur gatan sér sess sem þjónustugata á þennan hátt.  Við sjáum hvernig Skólavörðustígurinn er að umbreytast í þessa veru.  Lítil gallerí, úrsmiðir, gullsmiðir, fatahönnuðir o.s.f.v..  Ég held að hverfa verði frá hugsuninni um að Laugavegurinn geti orðið eins og verslunargata í Kringlunni og Smáralindinni.  Til þess eru engar forsendur og engin þörf.  Ég þekki orðið nokkuð til í Árósum í Danmörk sem er 300 þús. manna borg, önnur stærsta borga í því landi. 

HPIM1392

Það er gaman að sjá hvernig þeir hafa varðveitt gömlu húsin og fundið þeim tilgang.  Þar hefur orðið þessi þróun að alls konar smáverslanir finna sér stað í þeim.  Nánast allt er að finna þar, svona sem venjulegt fólk er að kaupa sér.  Sérdeilis er gaman að rölta um þessar götur og skynja viss rólegheit sem yfir  þessu hvílir.  Umhverfið er þannig. 

 

 

 

 

Nauðsynlegt er að Laugavegurinn verði friðaður eins og hann er í dag.  Ekki verði rifin eða flutt burt fleiri hús.  Ég tel að samþ. fv. meirihluta í stjórn Reykjavíkur hafi orðið á mistök með því að búa til aftökulista húsa sem hugsanlega gætu vikið.  Það á ekki að nútímavæða götumyndina við Laugaveg heldur halda í hana, þannig er hún verðmætust til framtíðar.  Laga húsin og skapa rekstraskilyrði sem geta skilað fyrirtækjum og einstaklingum arði.

 

 

 

 

 

HPIM1393

En fyrst og fremst liggja verðmætin í sögu húsanna og menningunni sem hefur þrifist þar.  Óverjandi er gagnvart framtíðinni og komandi kynslóðum að þurrkuð verði út byggingarsaga borgarinnar og hún verði einungis sjáanleg í ljósmyndabókum.  Þeir sem fara með völd í borginni verða að átta sig á þessu.  Varðveitum því öll hús við Laugaveginn.

 

 

 

 

 

Hér eru eldri krækjur um miðbæinn og friðun húsa sem ég hef skrifað á blogginu mínu

http://ofansveitamadur.blog.is/blog/ofansveitamadur/entry/238110/

http://ofansveitamadur.blog.is/blog/ofansveitamadur/entry/228205/

http://ofansveitamadur.blog.is/blog/ofansveitamadur/entry/227012/

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birna M

Þetta er svo sorglegt, því þó sumt þessara húsa séu verulega ljót eins og þau eru nú má færa þau til upprunalegrar myndar. Þetta er svo rangt að gera þetta, ég man þegar ég fór til London 1992 ókum við framhjá alvöru miðaldaþorpi inní miðri borg og þar eru fullt gamalla húsa og kráa sem eru ómissandi. Það er eins og við viljum ekki viðurkenna hvaðan við komum og hver við erum.

Birna M, 12.8.2007 kl. 21:53

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Tek heilshugar undir þetta Ólafur.

Marta B Helgadóttir, 13.8.2007 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband