Glæsileg verðlaunatillaga um deiliskipulag í Kvosinni

HPIM3132Fimmtudaginn 6. sept. s.l. voru kynntar verðlaunatilögur úr samkeppni um deiliskipulag í Kvosinni.  Ég er sérstaklega ánægður með verðlaunatillöguna og get ekki annað en hrósað Hönnu Birnu og Vilhjálmi borgarstjóra með að hafa valið þessa tillögu.  Hún fellur mjög vel að þeim hugmyndum sem ég hef viljað fara með uppbygginu á þessu svæði þ.a.s.e.g. varðveita sem mest mynd húsanna þarna.  Auðvita eftir bruna verður ekkert eins og áður og ný hús bera væntanlega mynd af því.  Sérstaklega hugnast mér að hugmyndin um að flytja gamla Biskupshúsið í Lækjagötuna.  Hinsvegar tel ég það ekki þjóna neinum tilgangi að flytja húsið frá Árbæjarsafni, enda gerir tillagan ráð fyrir að byggja eina hæð undir húsið og lyfta því. 

 

Miklu nær er að teikna nýbyggingu sem notar ytra útlit og húsgerð og byggja á staðnum.  Það er einfaldlega ódýrara, sem gefur götunni aftur þennan gamla svip. 

 

Lækjargata 4 var reist árið 1852 það var þýskur timburmaður, G. Ahrentz sem byggði það.  Helgi biskup Thordarsen keypti húsið og var húsið síðan nefnt eftir þetta Biskupshús eins og ég man eftir.  Þess vegna er túnið nefnt Biskupstún sem ég held að sé að gleymast þar sem styttan af Séra Friðrik er og taflið fræga frá vinstri meirihlutanum ( 1978 ef ég man rétt ).  Lækjargata 4 var meðan Helgi biskup bjó þar eitt mesta og virðulegasta höfðingjasetur í bænum.  ( Heimild Sagt frá Reykjavík, Árni Óla bls. 54 - 57 ). 

 

Ég vil hvetja Margréti Harðardóttur arkitekt og hópinn allan sem vann að þessari tillögu til að skoða vel þann möguleika að reisa þarna nýtt hús og í gömlum anda.  Húsið er orðið gróið í Árbæjarsafni og á sinn tilverurétt þar nú og erfitt að slíta það upp enn eina ferðina.  Sjáið hvað vel hefur tekist til með húsin í Aðalstræti eins og Fjalaköttinn. 

HPIM3200

Þá er að sjá að opna eigi lækinn aftur að hluta og setja tré með götunni.  Þetta getur orðið mjög skemmtilegt og á eftir að gefa götunni nýja ásýnd.  Reyndar vantar á að kynna tillöguna fyrir alm. enda þótt það hafi verið gert í fjölmiðlum mjög vel.  Ég vil geta skoðað þetta með eigin augum, enda gerði ég mér ferð í Ráðhúsið í dag en þar var ekkert í þá veru.

Þegar þessi hugmynd var sett á koppinn hafði ég mínar efasemdir um keppnina og var hræddur um að fallið yrði í þá gryfju að byggja gler steinkumbalda í anda ofvitans ( Iðuhúsið ) í Lækjargötu. 

 

Eins og þetta blasir við nú þá er ég mjög sáttur við þessa útkomu og ég hlakka til að fylgjast með áframhaldinu.  Það eru spennandi tímar framundan með þennan bæjarhluta og vonandi er að verða vitundarvaknig fyrir því að varðveita gömul hús aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband