Aðalstræti 10 endurbygging til sóma - rómantík í miðbænum

HPIM3227

 

Fyrir skömmu var ég á ferðinni í Aðalstræti í Reykjavík og var að skoða húsin sem Minjavernd hefur verið að endurgera og byggja ný.  Ég fór að skoða nýlega opnaða húsið að Aðalstræti 10 sem var hluti af Innréttingum Skúla Magnússonar landsfógeta, en talið er að húsið hafi verið byggt 1762.  Þetta er samt eitthvað á reiki ef ég man rétt svo ég vitni i Árna Óla hin eina sanna. 

 

Það er gaman að sjá hvað hægt er að gera þessi gömlu hús glæsileg þótt að þau hafi verið byggð trúlega af vanefnum.  Ljóst er að hvar sem maður skoðar, endurspeglar handverkið að hér hefur verið unnið að alúð.  Minjavernd eignast húsið til ráðstöfunar næstu 35 árin, en af þeim tíma liðnum fær borgin húsið aftur til sín. 

HPIM3220 

Á neðri hæð hússins er Reykjavíkurborg með sýningar og kynningarrými.  Efrihæð hússins ( undir súð ) er aðstaða fyrir Handverk og hönnun.  Inni er líkan af Grjótaþorpi og ljósmyndir mjög forvitnilegar.  Einstaklega gaman að staldra þar við og hverfa aftur í tímann við dempað ljósið í loftinu.

 

Byggt er við húsið að aftan ( inni í lóðina ) nýtt lítið hús og er það tengt saman með glerbyggingu sem tekist hefur mjög vel að fella að þessu gamla húsi og gefa því tilfinningu um opið rými.  Hurðin inn í rýmið gefur þessu virðulegan blæ.  Ég vil endilega hvetja sem flesta til að skoða þetta og njóta.  Þá er Íslenska hönnunarverslunin með fallega muni til sölu.  Því miður hafði ég ekki tíma til að skoða það nánar, en langar til að fara fljótlega aftur og skoða þetta enn betur.  Sjón er sögu ríkari.

HPIM3221

 

 

 

 

 

Ljóst er að þessu húsi hefur verið sýndur einstakur sómi með endurgerðinni.  Ekki skemmir að vita að þetta verður vonandi aldrei aftur ölduhús þar sem hin görótti drykkur er viðhafður.  Ég held að þetta hús hafi verið í bráðri eldhættu þegar rekinn var þarna ölstofa eða hvað það var kallað.  Loks vil ég óska öllum sem að þessu hafa komið og gert þetta að veruleika til hamingju með einstaklega vel heppnað verk.  Framtíðin mun lofa verkið enn frekar og ætti að vera öllum þeim sem hamast við að tala um að rífa gömul hús í bænum til áminningar.

 

HPIM3222

 

 

   Gaman að sjá hvernig þakljórarnir falla að þaki   hússins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Gaman að skoða þetta svona.

Marta B Helgadóttir, 22.9.2007 kl. 23:44

2 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Þetta er ótrúlega fallegt, ég hefi að vísu ekki farið þarna inn, en læt verða að því. Þessar myndir eru mjög fallegar.  Jú þarna var bar, mjög lélegur. Þarna var ótrúlega ljót innanklæðning, og loftræsting enginn.  Oft lifandi tónlist, þar sem engan veginn var pláss fyrir hlómlistarmennina, enda mest reykt og drukkið.  Eiginlega hið mezta lán að þetta hús skuli ekki fyrir löngu hafa orðið eldi að bráð.  Takk fyrir góðar myndir.

Sólveig Hannesdóttir, 23.9.2007 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband