Geta stjórnvöld boðið sig fram til Öryggisráðs SÞ eftir dóm Mannréttindanefndar SÞ ?

HPIM3175

Hvernig má það vera að íslensk stjórnvöld sem bjóða sig fram til Öryggisráðs Sameinuðuþjóðanna geti hundsað úrskurð einnar af lykilnefndum þeirrar stofnunar ? Eins  og kunnugt er hefur Mannréttindanefnd Sameinuðuþjóðanna úrskurðað um að brotið hafi verið á rétti tveggja sjómanna og þeim skuli dæmdar bætur og þeim tryggður réttur að auðlindinni.

Er það trúverðugt að stjórnvald sem brýtur á mannréttindum geti verið í framboði til Öryggisráðs SÞ ?  Teljið þið að ríkisstjórnir sem hafa farið með völd hér væru tilbúnar að styðja slíkt framboð ?

Því hefur verið haldið fram í umræðu að okkur beri ekki að taka niðurstöðuna mjög alvarlega og hún sé ekki þjóðréttarlega bindandi.  Ýmsir talsmenn samtaka sem hafa hag að því  að viðhalda þessu kerfi hafa látið duglega í sér heyra og talið allt til foráttu að þessu verði breytt þrátt fyrir úrskurðinn.  Ég vona bara að það verði ekki hlutverk núverandi ríkisstjórnar að senda eins konar bréf um það að þetta verði skoðað með tilliti til athugasemda  Mannréttarnefndar. 

 

Ef ríkisstjórnin dregur ekki framboð sitt til baka, verður hún þá ekki eins og aðrar ríkisstjórnir í þessum heimi sem troða á mannréttindum og fara sínu fram.  Ríkisstjórnin verður fyrst að koma þessu í lag, áður en framboð Íslands til Öryggisráðs SÞ verður trúverðugt.  Þá tel ég rétt að lögmenn þessara sjómanna kynni þátttökuþjóðum úrskurðinn, þannig að ákvörðun ríkisstjórna annarra landa um kosningu Íslands í Öryggisráðið verði upplýst ákvörðun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband