Stjórnmálin og valdaskiptin í Reykjavík - húsfriðun

HPIM3142Eftir atburði síðustu viku er maður nærri orðlaus.  Valdaskiptin í Reykjavík og allur farsinn.  Það eru orð að sönnu að hún er skrítin tík - þessi pólitík.  Allavega fyrir venjulegt fólk út í bæ.  Tjarnarleikhúsið er búið að frumsýna nýtt leikverk.  Áhorfendur trylltust á pöllunum og var vísað á dyr.  Lagleg byrjun á góðu leikverki.  Hvað varðar valdaskiptin þá fagna ég því að búið er að leysa húsin við Laugaveg 4 - 6 úr herkví.  Búið er að ganga frá kaupum á húsunum og verður greint frá þessu á næsta borgarstjórnarfundi ef ég hef tekið rétt eftir. 

 

Mánuðum saman hef ég skrifað hér á blogginu um nauðsyn þess að friða sem mest af eldri götumynd Laugavegs og reyndar um Lækjargötu og verndun miðbæjarins.  Ég er sannfærður um að það eru að verða straumhvörf í umræðunni um verndun gamalla hús í miðbæ Reykjavíkur.  Innlegg Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í Silfur Egils hafði þar mikil áhrif.   Torfusamtökin hafa einnig verið þar áhrifa mikil ásamt einstaklingum sem hafa verið að fjalla um þessi mál.  Fólk er að verða meira meðvitað um að þrátt fyrir allt ríkidæmið, þá eru húsin sem byggð hafa verið á fyrriparti síðustu aldar arfleið okkar og menningararfur.  Við verðum að koma fram af virðingu við þessa arfleið og kannast við hana þótt hún sé ekki fólgin í glæsihöllum.  Bárujárnið, lág hófstemmd hús sem sum hver voru og eru mjög falleg og ríkulega skreytt.

Ég treysti vel Reykjavíkurborg  til að standa vel að uppbygginu húsanna við Laugaveg og gera það að myndarskap eins og t.d. húsin við Aðalstræti. 

Stjórnmál snúast um framfarir og breytingar.  Fólkið sem er á sviðinu hverju sinni, er þar að vinna að hugsjón og góðum vilja.  Í eðli sínu eru það einkenni lýðræðis að fram fer eins konar málamiðlun oftast, ekki algilt.  Ég ber virðingu fyrir öllu þessu fólki sem er að fórna tíma sínum og kröftum.  Neikvæða myndin sem birtist okkur í fjölmiðlum síðust daga er afskræming þessa veruleika.  Í mínum huga skiptir það ekki höfuð máli hverra flokka þetta fólk er, það er allavega að vinna að framgangi samfélagsins.  Það má ekki gleymast.  Fólkið sem situr heima og hefur skoðanir, en hefur aldrei fórnað neinum tíma til þess að breyta samfélaginu; kröfur þess verða að taka mið af því.  Stjórnmálin verða aldrei betri en það fólk sem tekur þátt í þeim.  Til að breyta samfélaginu verða því fleiri að stíga fram á sviðið og breyta því til batnaðar.

Verndun gamalla húsa og breytingar á skiplagi eru partur af því.  Eitt brýnasta verkefni nýja meirihlutans er að  taka upp deiliskipulagið frá tíð R- listans og koma í veg fyrir að ekki endurtaki sig sama ruglið og verið hefur um Laugaveg 4 - 6.  Fella út leyfið til að rífa fleiri gömul hús við götuna.

HPIM3186

 

 

 

 

 

Hús Alþingis dæmi um vel heppnaða endurgerð.

 

 

HPIM3187

 

 

 

 

 

    Fallegt handverk sem gleður augað.

 

HPIM3188

Þetta er dæmi um kofa sem margir vilja rífa.  Sjáið hvað hægt er að gera húsin fallega upp.

 

Hér á bloggsíðu minni eru magar greinar um verndun gamalla húsa, vinsamlega skruna niður síðunar sem eru orðnar nokkuð margar.  Njótið lestursins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þegar vel tekst til eru þetta fallegustu hús sem maður sér, gömlu uppgerð hús.

Marta B Helgadóttir, 27.1.2008 kl. 22:19

2 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Gríðarlega gott framtak hja þér þessi skrif, og að ég tali nú ekki um myndir. En margt er það sem fylgni getur leitt af sér góða hluti, eða að "Vera fylgin sér", þetta er farið að skila sér á alls ekki svo löngum tíma.   Frábærar myndir. Takk fyrir bæði greinar og myndir.

Sólveig Hannesdóttir, 30.1.2008 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband