Laugavegur 4 - 6 enn og aftur

HPIM1387 

Tíðindi gærdagsins eru bæði sorg og gleði vegna húsanna við Laugaveg 4 - 6 sem til stóð  að rífa í gærmorgun.  Hin nýskapaði borgarstjóri sem vann að því að búa til aftökulista húsa við Laugaveginn ( ásamt öðrum hagsmunaaðilum í tíð R- listans ) og var forsendan fyrir rifi og uppbygginu nýrra byggingar hótels, hann sá að sér.  Fyrrverandi meirihluti sjálfstæðismanna vísaði til þessarar skipulagstilögu þegar heimilað var að byggja á reitnum að nýju og var þar með búin að fyrra sig því að eyðileggja sögulega mynd götunnar. 

 

Það að flytja húsin í Hljómskálagarðinn er á margan hátt skemmtileg hugmynd sem Hrafn Gunnlaugsson er höfundur að.  Ef ég man rétt þá kom þetta fram í mynd sem hann gerði um þróun borgarinnar um hugmyndir sýnar, ofhlaðin háhýsum og mikilmennsku.  Eina sem ég sé við þessa hugmynd er að í framtíðinni væri hægt að flytja húsin aftur til síns fyrri staðra.  Ég hef þá trú að í framtíðinni verði götumynd Laugavegar verðmæt vegna margbreytileika og hóflegar húsa með sér íslenskan byggingarstíl eins og bárujárnið.  Eins og ég hef lýst hér fyrr í skrifum mínum um friðun húsa við Laugaveginn, möguleikum og sóknarfærum til að skapa eldri húsum nýjan tilgang. Vísa ég því til þeirra skrifa og set krækjur inn sem ekki hafa tíma til að skruna um bloggsíðuna. 

HPIM1388

Ég hef verulegar áhyggjur af að síðasti sólarbletturinn við Laugarveginn sé að hverfa með nýju byggingunni sem verður reist þar.  Afskaplega er notalegt að hægja á ferð sinni nánast á öllu tímum ársins þegar sólar nýtur við og njóta ylsins og birtunnar  sem hefur verið þarna.   Á myndum sem ég set hér inn með þessum hugleiðingum má glögglega sjá hvað birtan er þarna mikilvæg.  Myndirnar eru teknar á þeim tíma þegar sól er hæst á lofti og birtan flæðir um alla skuggabletti. 

 

Hótelbygging á þessum stað er slys.  Ekkert rými er til að taka við ferðamönnum og rútum sem spúa díselreyk yfir umhverfið, þar sem gangstéttin teppist meðan verið er að hlaða töskum ferðamanna á götuna o.s.f.v..  Það er einfaldlega ekki rými fyrir hótel við Laugaveginn enda þótt búð sé að byggja eitt ofar við götuna.  Gatan á að vera miðstöð þjónustu og menningar en ekki hótelgata. 

HPIM1392

 

Þannig verða þessi hús trúlega flutt á dauðadeildina út á Granda eins og ég hef kallað það.

Þar geta þau næstu misserin norpað í norðannepjunni, slitin úr öllu samhengi við umhverfi sitt.

Endurbygging húsanna í Hljómskálagarði er vandasöm og verður dýr, en ég treysti borginni til að standa að því og gera það vel, það sanna húsin við Aðalstræti.   

Betra væri að þetta hefði aldrei orðið og húsin fengið að vera áfram á sínum reiti.

 

 

HPIM1390 

Takið eftir hvað skugginn breiðir sig út á götuna.  Nýja húsið verður í sömu hæðarlínu með mæninn og gula húsið á myndinni.  Myndin er tekin þegar sól er hæst á lofti.   Það er auðvelt að sjá fyrir að nýja húsið mun mynda skugga á gangstéttina handan götunnar mestan part ársins.

http://ofansveitamadur.blog.is/blog/ofansveitamadur/entry/284920/

http://ofansveitamadur.blog.is/blog/ofansveitamadur/entry/292937/

Myndirnar eru teknar 15. júlí 2007  kl: 13:54.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfusamtökin

Takk kærlega fyrir þetta innlegg.

Þú veist að ákveðið var að leyfa aukningu á byggingarmagni á nýbyggingunni við Laugavegi 4-6 á þeim forsendum að Skólavörðustígur 3 væri svo há bygging að hún varpaði skugga lengra en Laugavegshúsin.

Af myndunum þínum að dæma þá er það augljóst að Það hafa verið gerð mistök þegar skuggavarpið af nýju byggingunni var kynnt fyrir skipulagsráði og aukningin samþykkt.

Það er deginum ljósara að Skólavörðustígur 3 varpar ekki skugga yfir Laugaveg 4 og 6 eins og haldið hefur verið fram, nema á mjög afmörkuðum tímum sólarhrings og þá bara um vetur.

Torfusamtökin , 7.1.2008 kl. 00:58

2 Smámynd: Ólafur H Einarsson

Nákvæmlega er síðasta myndin tekin kl: 13.54.  Hinar nánast á sama tíma.  Með baráttu kveðju til Torfusamtakanna.

Ólafur H Einarsson, 7.1.2008 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband